Icesave

Erlendir fjölmuðlar hafa ekki gert sér grein fyrir stöðu mála um Icesave málið og lítið virðist hafa verið gert til að kynna málstað íslenzku þjóðarinar.

Ríkistjórn okkar hefur ekki gert það, né bretar og hollendingar.

Hvernig væri ef erlendir fréttaraðilar byrjuðu frétt sína um þetta efni með myndum og nöfnum  þeirra útrásarvíkinga í heimsfréttum í staðin fyrir að rægja  niður almenning í landinu.

Það er aldrei talað um þá einkaaðila sem komu þessu af stað, né breta og hollendinga sem gáfu þeim aðilum rétt til að stofna bankafyrirtæki í þessum löndum án þess að fara fram á að til þess yrðu þeir að hafa tryggingarsjóði fyrir innistæðum viðskiptavina.

Eftir að bretar koma svo öllu um koll með að setja hryðjuverkalögin í gang á Icesave banka þá á að ganga á íslenzku þjóðina sem í raun ber enga ábyrgð á einkareknum bönkum í öðrum löndum.

Auðvitað gerði Ólafur Ragnar Grímsson forseti okkar það sem honum bar, það er að neita að skrifa undir Icesave samninginn eins og hann var.

Tíma Jóhönnu og Steingríms hefði verið betur varið með að bíða með Icesave vandamálið í staðin fyrir að ýta þessum samningi áfram eins og gert hefur verið og kynna málefni okkar betur til fjölmiðla heimsins.


mbl.is ESB metur Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband