Innistæðutryggingar og Eva Joly

Það er rétt hjá Evu Joly, hvernig væri að ríkisstjórninn pústaði aðeins og liti til baka á allt sem búið er að gera síðasliðið ár.

Hvers vegna er  verið að ýta þessu máli í gegn með þessum hraða áður en búið er að kanna þessi mál að fullu og sjá hver  réttur íslendinga er.

Ég hlustaði á viðtal Ólafs Ragnars Grímssonar  í gærkveldi í breska sjónvarpinu og hann stóð sig með prýði,  ég var stollt af hvernig hann lét ekki buga sér með ágangi fréttamanns.

Í þessu viðtali kom þó skýrt fram hve ranglega fréttarfluttningur um Icesave   hefur verið meðhöndlaður og hvað það er mikið mál að kynna okkar mál og leiðrétta við fjölmiðla heims.

Ég hef sagt það áður að það mætti alveg byrja á því að senda út myndir og nöfn þeirra glæframanna sem komu þessu öllu af stað í staðin fyrir að rægja niður almenning í landinu sem bar enga ábyrgð á Icesave.

Og hvað ef að Icesave samningurinn hefði verið samþykktur eins og hann var og íslendingar ekki getað staðið í skilum, hvað myndu bretar gera þá, þeir hafa haft auga á landhelgi okkar í áraraðir og ráðist inn í landhelgi okkar og skotið með fallbyssum á varðskip  okkar og fiskiflota sem ekki má gleyma.

Sú kynslóð sem stóð á móti bretum þá væri ekki ánægð með framgangi mála eins og þeir hafa verið síðasliðið ár.

 

Ég vona að ríkistjórninn setji þetta Icesave mál á hilluna þar til búið er að fá allt á hreint frá ráðgjafa okkar og fari varlega í áframhaldið í staðin fyrir að taka að sér skuldbindingar sem hún getur ekki staðið við, né lagalega á ekki að þurfa að taka af sér.

Ég seigi aftur, Ólafur Ragnar Grímsson á lof skilið af þjóðini hann stóð sig með prýði. 


mbl.is Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála! Það er athyglisvert að googla viðbrögð almennings útí hinum stóra heimi. Fólk stendur með okkur. Dáist að forsetanum og kjarki þjóðarinnar að láta ekki kúga sig. Þetta er allt á réttri leið, og hvað svo sem má segja um Ólaf, hann stóð með þjóðinni og hann er óvitlaus.

anna (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband