Evra

Evran er gjaldmiðill  margra þjóða innan ESB og styrkur hennar hefur verið tengdur velferð þessara þjóða,  nú hafa margar þjóðir sem eru innan innan ESB, má nefna Írland, Spán, Grikkland,Ítalíu og fleirra  lönd sem  treystu á velferð sína með að taka upp evruna en hafa  farið halloka á fjármálasviðinu síðustu árin og má tengja það evruni og óánægju ríkir nú í þessum löndum vegna bæði inngöngu inn í ESB og evrunar og seigja þær að mikið hafi farið niður á við með því,  allt hækkaði ásamnt því að það spillti fyrir útfluttningi þar sem evran er of há fyrir samkeppni með útfluttningsvörur.

Mér er ómögulegt að skilja hvers vegna að haldið er áfram að tala um evruna og ESB.

Ef dollarinn er tekinn sem gjaldeyrir landsinns og þjóðin ræður sér og sýnum viðskiptum sjálf, en gengur ekki inn í ESB þá er fjárhagur landsins orðið mikið styrkari og landið er ekki með nein höft frá ESB.


mbl.is Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála !

Gunnlaugur I., 25.3.2010 kl. 20:12

2 identicon

Skoðum þetta aðeins,

Írland - Væri á hausnum ef þeir væru ekki með evru, eina sem heldur þeim frá því að vera ekki nefndir í sömu andrá og Ísland.

Spánn - Slow efnahagur, evran breytti því ekki og þeirra vandamál má rekja til annarra hluta en evrunnar.

Grikkland - Ekki rétt ákvörðun hjá þeim að taka upp evru, voru alltaf á mörkum þess að uppfylla skilyrðin fyrir því. Það er Grikkjum að kenna, ekki ESB og evrunni. Þeir fá þó björgunarpakka frá Frakklandi og Þýskalandi, annað en við.

Ítalía - Uppljóstrar hversu lítið þú veist þegar þú minnist á Ítalíu enda það land í Evrópu sem er að fara best út úr kreppunni.

Ég er sammála þér um að þér sér ómögulegt að skilja hvers vegna haldið er áfram að tala um evruna og ESB.

Viktor (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 20:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dollarinn er hruninn líka.  Þetta flýtur enn á meðan þeir eru að brenna upp björgunarsjóðunum. USA er skuldugasta þjóð heims. Þeir prenta sig ekki út úr þessari krísu.

Ég ráðlegg þér að kynna þér hvernig Equador hrundi við upptöku dollars og á sér seint viðreisnar von eftir.

Við skulum ekki flana að neinu, enda gerast myntskipti ekki yfir nótt.  Það kostar líka gríðarlega peninga og minnist ég fyrirlestrar Gylfa sjálfs á háskólavefnum, þar sem hann sagði þennan kostnað svo mikinn að hann myndi sennilega gera útaf við okkur. Og það var fyrir hrun Nota Bene. 

Það er engin pilla við þessu kvefi. Við verðum bara að bíða og sjá hvernig málin þróast í kringum okkur. Það er allt á bullandi niðurleið í evrópusambandinu og í USA.  Botninum er ekki náð.   Engin mynt gæti reist okkur við, nema þá helst Norska krónan, en hún er ekki í boði eftir því sem ég síðast heyrði.

Gylfi er bara með hræðsluáróður til að læsa okkur inni í Evrópubandalagsferlið. Hann er loddari og svikamörður.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það að ná stjórn á efnahagsmálum og stjórn peningamálum er það eina sem þarf. Heiti á gjaldmiðli skiptir ekki máli, Möguleiki er á að gera samninga við sterkari myntkerfi (dollar, (evra veit ekki um líftíma 5-10ár) norska krónu) um vernd gagnvart áhlaupum og spákaupmennsku.

Eggert Guðmundsson, 25.3.2010 kl. 21:49

5 identicon

Ég er sammála því að við ættum að byggja lyftu til tunglsins. Vandamálið er bara að það er ekki hægt.

Við erum ekki að taka upp dollar vegna þess að það er ekki hægt fyrir okkur að taka upp gjaldmiðil einhliða. Evran er í raun eini gjaldmiðillinn sem við getum tekið upp.

Evran er og ESB er eitthvað sem er einstakt í heiminum. Það er enginn sem mun hjálpa löndum að taka upp dollar eða annan sterkan gjaldmiðil. Ef ríki biðja Bandaríkin um að fá að taka upp dollar tvíhliða segja Bandaríkin einfaldlega nei. Svo þetta stendur flestum ekki til boða. Evran er eina dæmið um að eitthvað apparat leyfi þér að taka upp sterkari gjaldmiðil.

Egill (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband