Færsluflokkur: Bloggar
29.9.2009 | 13:34
Jóhann, þolonmæði á þrotum
Er það ekki það sem bretar og hollendingar vilja, gera samning við íslendinga vitandi að ekki sé hægt að standa við þær skuldbindingar, sem íslendingar gera við þá.
Er það ekki gömul stefna þeirra að ráðast inn á þjóðir sem minna meiga sín og gera þær þjóðir að nýlendu sinni og ræna og rubla þeirra náttúruauðlindum.
Það er ekki svo langt síðan bretar voru í landhelgi okkar með herskip skjóndandi úr fallbyssum og með stefnu á að sigla veiðiflota okkar í kaf ásamt því að ræna Eiríki Kristófersyni skipstjóra á gamla varðskipinu Þór innan okkar landhelgis.
Það kæmi þeim mjög vel að gera samning sem gengi ekki upp hjá íslendingum.
Finnst Brown gerði árás á þjóðin vegna einkarekina banka á þann hátt sem hann gerði,með hryðjuverkalögunum, hverju má þá búast við af honum.
Hvar er ábyrgð hollendinga og breta að hleipa þessum víkingum inn í landið með peningastofnanir án þess að láta þá fara eftir þeim lögum og reglum sem þeir vilja meina að séu í þeirra landi viðvíkjndi trygginga á innistæðum í bönkunum.
Eru það ekki bretar og hollendigar sem eiga að standa ábyrgðir af því sjálfir.
Hvers vegna fara, bretar og hollendingar ekki á eftir þessum herskáu útrásarvíkingum og láta þá standa fyrir sínum málum og taka eignartaki af því sem sagt er að þeir eiga um allan heim og þar á meðal á nýlendueyjum þeirra á Karabískahafinu.
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)