12.9.2010 | 14:48
Landsdómur, Nornarbrenna
Það er ekki raunhæft að leggjast á fyrrum ríkisstjórn með Landsdóm.
Auðvitað eiga að vera reglur sem ríkistjórn á að vinna eftir sem meira mál væri að móta og vinna að heldur en að vera að ráðast á þá menn sem voru við völd þegar bankahruniið var, sem var ekki bara á Íslandi, ekki hefur verið gengið í að leggja ráðamenn ríkisstjórna í þeim löndum til saka.
Hvernig er þá með núverandi ríkisstjórn, má nefna þá sem voru í samfyllkingu við fyrri ríkisstjórn.
Verða þeir ekki dregnir til saka líka.
Hvernig væri að hún myndi hlusta á rödd fólksins í landinu í sambandi við að taka ekki á sig skuldir Icesave manna, snúa sér frá aðgöngu í ESB og byrja að vinna að uppbyggjingu í landinu í staðin fyrir að benda á og hrópa Úlfur Úlfur.
Ef að núverandi ríkisstjórn heldur áfram að vinna gegn vilja meiri hluta þjóðarinnar, ætti þá ekki að draga hana fyrir Landsdóm líka.
Röng niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.