19.9.2010 | 14:07
Borga, borga hvað.
Einkennilegt með þess ríkisstjórn, þjóðin var búin að kjósa um Icesave málið en hún fer þvert á móti útkomuni sem kom út úr þeirri kosningu án þess að virða rétt né vilja þjóðarinnar.
Hvað getur þessi ríkisstjórn komist upp með mikið og hvaða áframhaldandi skaða getur hún haldið áfram að gera, án þess að verða feld.
Hefur þessi ríkisstjórn enginn takmörk.
Þesari sömu ríkisstjórn dyrfist svo að leggja inn ákæru á fjóra fyrirverandi ráðherra fyrir Landsdóm, á meðan hún heldur áfram að vinna gegn vilja þjóðarinnar..
Steingrímur: Íslendingar munu borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að ,,dirfast" er skárra en að ,,dyrfast".
Bjartmar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 15:46
Þjóðin kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort skuldin ætti að vera með ríkisábyrgð. Ekki hvort við ætluðum að borga þessa skuld, sem alþingi og forseti hafa undirritað að sé okkar að greiða. Þrætan stendur um vexti og ríkisábyrgð, greiðsluskylda okkar hefur legið óvefengjanleg og ljós fyrir frá fyrsta degi og aðallega verið umdeild í bloggheimum.
En það er skiljanlegt að ráðamenn þjóðarinnar skuli þurfa að hughreysta kröfuhafa. Ekki eru Íslendingar þekktir fyrir heiðarleik og sanngirni. Og áhyggjur kröfuhafa því réttmætar.
Þegar "vilji þjóðarinnar" byggist á lýðskrumi, lygum, óskhyggju, óheiðarleika og fáfræði er ekki annað hægt en að vinna "gegn vilja þjóðarinnar".
sigkja (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.