Kýr

Mikið er það rétt að kæra þessa bændur, það er sorglegt hvernig sumir kúabændur reka bú sín eftir að tölvuvæddu fjósinn byrjuðu hér.

Það er ekki náttúrulegt að láta kýrnar vera lokaðar inni í fjósi allt sitt líf og láta þær ekki njóta útiverunar og græna grasins sem ber nátúrulega næringu til manna með góðri mjólk.

Og svo hvað það er mikið heilbrigðara fyrir kýrnar að fá á sig smá rigningu til að skola af sér fjósarikið frá fjósi sem er ekki þrifið nógu velþegar  dýrinn eru  allta inni.  

Ég hef komið í tölvuvætt fjós og þó með allri þeirri tækni sem þar var fannst mér hörmulega búið að kúnum en þetta var um hásumar og þær fengu ekki að fara út úr fjósi.

Mér alltaf fallegt þegar ég keyri  um í sveitini að sumri til þar sem kýrnar eru úti á beit í fallegu grænu umhverfi.


mbl.is 9 kúabændur kærðir til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get verið sammála því að verksmiðjubúskapur er ekki dýravænn og framleiðir óholari matvörur.

En þið sem gagnrýnið innistöðu nautgripa, ættuð að byrja á að skoða hvernig er með hænsnabúin. Þar eru svo þröngt á td. varphænum í búrunum að þær geta ekki snúið sér við nema koma við aðra fugla. Þær fá ALDREI að fara úr búrinu ALLA sína ævidaga.
Horfðu vel á þetta myndband. Þetta er raunveruleikinn í dag: http://www.youtube.com/watch?v=Dia2eRN1jmY

 Líttu á svínabúin. Sama sagan þar og allt samkvæmt ESB reglum.
http://www.youtube.com/watch?v=IC9GW3xNc9U&feature=related

Með endalausum kröfum neytenda um að lækka verð, gerist svona. Stóriðnaður þar sem hvert kg. matar verður ódýrara, óhollara, færri störf á bakvið hvert kg. 

Hjálmar (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: GunniS

ég hef nú verið í sveit þegar ég var yngri og varð vitni að þeirri gleði sem þessi dýr sýndu þegar þeim var hleipt út um vorðið, má segja að kýrnar hafi dansað af gleði við að vera komnar út, því þær hoppuðu um allt.

svo það má segja að það flokkist undir mannvonsku að neita þeim um að komast út á vorin. 

GunniS, 29.11.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gunni þær mjög glaðar að fá að komast inn á haustin þegar fer að kólna og snjóa.

Sigurður Haraldsson, 29.11.2010 kl. 15:01

4 Smámynd: Sigurður Baldursson

Telur þú Kristín, það  manneskjulegra að binda kýr fastar á básum  í 8-9 mánuði á ári þannig að þær geti aðeins staðið upp eða lagst. Það er undantekningalaust búið vel að kúm í lausagöngufjósum. Þær geta gengið um, étið þegar þær vilja, farið í sjálfvirka klóru ,látið mjólka sig þegar þær vilja og svo framv.  Mínar kýr koma hlaupandi inn þegar fer að rigna, og líka þegar sólskin er mikið og heitt í veðri.  Það er þannig að kúm líður best í vel loftræstum fjósum þar sem hitastig er 5 til 10 gráður. Einnig eru gæðakröfur til mjólkurinnar  svo harðar að minnsta breyting á fóðrun eða aðstæðum geta komið niður á gæðum.      

Sigurður Baldursson, 29.11.2010 kl. 16:00

5 identicon

Sigurður, ég tel að þar sem tölvuvædd fjós eru eiga að nýta þau sem slík yfir kaldari tímabil ársins en yfir sumarið eigi að leyfa skeppnuum að njóta ferskt lofts og náttúrunar, þær vita alveg hvenær  mjólkurtími þeirra er þá koma þær heim í fjós til að láta mjólka sig eð  kúarsmali ýtir á þær til slíks eins og vani hefur verið fram að þessu.

Þó svo að fjós séu loftræst þá er það aldrei það sama og ferska sveita loftið okkar..

kristin martino (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 18:55

6 identicon

Hjálmar ég er persónulega á móti að loka dýrinn inn  í þröngvum búrum án þess að leyfa þeim að koma út í guðsgræna náttúrna  þegar veður leyfir.

það má kalla etta hagkvæmis búskap en það er ekki  hægt að seigja hann mannúðlegan né dýrunum í hag.

Fyrir mína parta hafa kýrnar alltaf verið manni nær í sveitini heldur en svíninn og hænsinn svo þar af leiðandi tek ég meðferð þeirra nærri mér, jú þeim finnst gott að vera inni í hlýuni á veturnar en gleðin sem maður sér hjá þeim þegar þær fá að fara út á vorinn er svo innileg.

kristin_martino@yahoo.com (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 19:09

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kristinn ég þekki kýr og þeirra siði þær eru yndislegar greyin og auðvitað þurfa þær að komast út á sumrin og hef ég tillögu þar sem róbótafjós eru sú tillaga er að það verði sett gerði utanvið fjósið svo þær geti viðrað sig.

Sigurður Haraldsson, 30.11.2010 kl. 00:21

8 identicon

bara svona til þess að taka það framm þá voru þessi 9 bú sem kærð voru öll gömul  básafjós (þar sem kýrnar eru bundnar fastar), eftir að "tölvuvæddu fjósunum" fór að fjölga hefur aðbúnaður að kúnum og bændum breist til muna til hins betra. kúnum líður svo miklu betur, hafa mýkra og betra legusvæði, geta mætt í mjaltir þegar þeim hentar og jafnvel þrisvar á dag ef þær mjólka það mikið og geta fengið að éta þegar þeim hentar. í þessum fjósum er líka oftast notast við svokallaða "náttúrulega loftræstingu" þar sem gluggar bæði á þaki og á hliðum fjóssins opnast og lokast sjálfvirkt og er því andrúmsloftið inni í fjósinu hreint og tært.

Að sjálfsögðu eiga allar kýr að fá að fara út á vorin og ég opna fjósið mitt eins snemma og ég get og hef opið nánast allt sumarið, en ef að það er rigning, mikið sólskin, eða mjög heitt þá liggja þær inni allann daginn.

þannig að ég skil ekki alveg meininguna hjá þér með það að "tölvuvæddu fjósin" séu svona illa rekin, ef þú ert að tala um eitthvað eitt bú þá væri betra að taka það framm ekki tala um eins og öll ný fjós séu svona, 

Kiddi (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 01:02

9 identicon

Sem betur fer hlúa flestir bændur að kúm sínum og sýnir þeim mannlegheit bæði þeir sem eru með tölvuvædd fjós og ekki.

þeir sem ég tala um eru vonandi í miklum minni hluta.

kristin martino (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband