Íslenska

Ég hef alltaf talið að íslenska væri tungumál íslensku þjóðarinar og hana bæri að nota innan veggja Alþingis en ekki afbakaðar ensku slettur sem margir eru farnir að taka upp.

Það á ekki að þurfa að setja sérstök lög til þess að  íslenskan sé eingöngu töluð á Alþingi heldur heilbrigða skynsemi og virðingu fyrir  Alþingi okkar  íslensku máli og þjóð.

Það fólk sem þjónar  okkur á Alþingi og ber ekki meiri virðingu fyrir íslensku  en að þeim finnist þörf á að vera með afbökuð erlend orð þegar talað er á Alþingi á ekki skilið að tala á fyrir hönd íslendinga á Alþingi og sýnir íslenskri tungu, þjóð  og Alþingi okkar algjört virðingarleysi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband