Erlendir fjölmiðlar

Maria Elvira hefur rétt fyrir sér, erlendir fjölmiðlar gera sér ekki grein fyrir stöðu mála í sambandi við Icesave og lítið virðist hafa verið gert til að kynna réttan málstað þjóðarinnar til erlendra fjölmiðla.

Hvorki  hefur ríkisstjórn okkar gert það né hollenska og breska og erlendir  fjölmiðlar halda áfram  að miðla fréetum með vankunnáttu sinni á málinu.

Hvernig væri ef þeir byrjuðu á frétt um þetta efni með myndum og nöfnum þessa útrásarvíkinga í heimsfréttum í staðin fyrir að rægja niður íslenzkan almenning á Íslandi.

Það er aldrei talað um þá einkaaðila  sem komu þessu öllu yfir þjóðina, né heldur hollendinga og breta sem gáfu þessum aðilum rétt til þess að hefja bankastarfsemi í löndum þeirra án þess að fara fram á að til þess að hafa slíkan rekstur í þessum löndum þyrfti að hafa tryggingarsjóð fyrir innistæðu viðskiptavina.

Eftir að bretar komu öllu um koll með að setja hryðjuverkalöginn í gang á Icesave bankana þá á að ganga á íslenzkan almennign sem í raun á ekki að bera neina ábyrgð á einkareknum bönkum í öðrum löndum.

Auðvitað gerði Forseti okkar Ólafur Ragnar Grímsson það sem rétt var með að neita að skrifa undir Icesave samninginn eins og hann var.

Tíma Jóhönnu og Steingríms hefði verið betur varið með að bíða með Icesave í staðinn fyrir að ýta þessum Icesave samning á þjóðina eins og gert hefur verið, heldur  kynna þetta mál fyrir fjölmiðlum heimsinns í staðinn fyrir að láta fréttir um Icesave málið vera svo rangtúlkað á erlendum vetfangi.

Ég vona að allir geri sér grein fyrir að ef þeir samningar sem búið var að gera hefðu verið samþykktir og íslendingar ekki geta staðist við þær skuldbindingar, hvað myndu bretar þá  gera..

Bretar hafa beitt sér fyrir að komast yfir landhelgi okkar oftar en einu sinni með stríð á hendur landhelgisgæslu okkar og þjóð sem íslendingar eru vonandi ekki búnir að gleyma og ég hef ekki trú á að þeir hafi mikið breyst í gegn um árin.


mbl.is Telur útlenda fjölmiðla misskilja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband